Skoða

Jólaboð með Confettisisters.is og Betty Crocker

IMG_0883

Ég er mikið jólabarn og veit fátt skemmtilegra en að skreyta og gera fínt fyrir jólin.  Mér finnst skipta miklu máli að skapa fallegt og notarlegt andrúmsloft ásamt skemmtilegheitum.

Þó maður vilji njóta og gera vel þá er algjör óþarfi að gera sér erfiðara fyrir með flóknum veitingum og skreytingum.

Hér er á ferðinni virkilega fallegt jólaþema frá vefversluninni Confettisisters.is en þar er mikið úrval veisluvara sem lífga heldur betur upp á veisluborðið.

Til að geta notið betur notaði ég Betty Crocker kökumixin og kremin en kökurnar frá þeim eru bæði bragðgóðar og taka enga stund.

Betty-confetti2

Mér finnst jóladiskarnir sérlega skemmtilegir og gefa borðinu líflegan svip.

IMG_1038

Jólasprengjur eru vinsælar, þessar eru sérlega flottar en þegar þær springa kemur út myndaprops sem síðan er hægt að nota til að taka flottar myndir af fjölskyldunni.

IMG_1032

Þessi jólalegi borði gerir mikið fyrir skreytingarnar en einnig hægt að nota hann sem myndabakgrunn.

IMG_0869

Bismark bollakökur

Það er vel hægt að gera bollakökur úr kökumixi en þá er deiginu skipt niður í smærri form.…

Ingredients

Bollakökur 24 stk

  • 1 pakki Betty Crocker cluten free Djöflakökumix
  • 4 stk egg - soðin
  • 125 ml olía
  • 250 ml vatn
  • 100 g bismark mjólkursúkkulaði

Krem

  • 1 Dós Betty Crocker rjómaostakrem/ vanillukrem
  • 1 Rauður matarlitur

Skreyting

  • 100 g Odense marsipan - hvítt útflatt
  • 1 Fíngert kökuskraut

Instructions

Aðferð:

  1. Djöflakökumixið er sett í skál ásamt eggjum, olíu og vatni. Hrært vel í ca. 3 mínútur.
  2. Deigið er sett í bollakökuform, c.a. hálft formið.
  3. Bismark súkkulaðið er brytjað í litla bita og sáldrað yfir hverja köku.
  4. Bakað við 180°C gráður (yfir og undirhita) í um 22 mínútur eða þar til þær eru bakaðar í gegn.
  5. Þegar bollakökurnar hafa kólnað er kreminu sprautað með 1M stjörnustúti. Það kemur vel út að setja örlítið af rauðum matarlit í brúnirnar á sprautupokanum en þá koma skemmtilegar renndur á kremið.
  6. Marsípan snjókorn eru búin til úr útflöttu marsípani en það er hægt að kaupa tilbúið út í búð. Snjókornamót er notað til að búa til munstrið.
  7. Hvítu kökuskrauti er sáldrað fyrir kökurnar.

Rauðar og hvítar renndur einkenna glös, bollakökuform, servíettur, skraut og þessi fallegu bjöllurör.

IMG_0120

Það eru smáatriðin sem skipta máli upp á heildarútlitið en hér má sjá jólapappatré sem einnig er hægt að hengja upp. Til hliðar er hreindýranafnspjald sem hægt er nota aftur og aftur.  Einnig hægt að skrifa aftan á.

IMG_0123

Bjöllurörin eru æði – sjáið þessi krútt

IMG_0871

Smákökubrownie

Kaka sem hittir alltaf í mark hvar og hvenær sem er, fínt og hversdags. Þessa köku er hægt…

  • Prep Time: 10m
  • Cook Time: 30m
  • Total Time: 40m
  • Serves: 10
  • Yield: 1 kaka

Ingredients

Uppskrift:

  • 1 pakki Betty Crocker browniemix
  • Ásamt hráefninu sem stendur á pakkanum
  • 1 pakki Betty Crocker smákökumix
  • Ásamt hráefninu sem stendur á pakkanum

Instructions

Aðferð:

  1. Browniemixið er sett í skál ásamt eggjum og olíu. Hrært í ca. 3 mínútur og þá er deigið sett í smurt bökunarmót 20 X 30 hentar vel.
  2. Smákökumixið er sett í skál ásamt eggi, olíu og vatni. Öllu hrært vel saman þar til allt hefur samlagast. Deigið er þá mulið yfir browniedeigið.
  3. Kakan er bökuð í um 30 mínútur við 180°C hita (yfir og undir hita).

IMG_1008

IMG_0999

Það er fjör að sprengja og sjá hvað  kemur úr sprengjunni.

IMG_0878

Jólalegar smákökur

Einfalt og fljótlegt það passar einmitt við þessar bragðgóðu smákökur. Þær njóta sín vel með ískaldri mjólk.

  • Prep Time: 5m
  • Cook Time: 12m
  • Total Time: 17m
  • Serves: 10
  • Yield: 12 smákökur

Ingredients

Uppskrift:

  • 1 pakki Betty Crocker smákökumix
  • 1 stk egg
  • 65 ml olía
  • 25 ml vatn
  • M&M súkkulaði (rauð og græn)

Instructions

  1. Smákökumix er sett í skál ásamt eggi, olíu og vatni. Öllu hrært vel saman.
  2. Kúlur mótaðar og settar á bökunarplötu með smjörpappír. Hver kúla er pressuð með lófa. M&M súkkulaði er síðan sett á hverja köku ca. 4-6 stykki.
  3. Smákökurnar eru bakaðar við 170°C gráður (yfir og undirhiti) 190°C (blástur) í um 10-12 mínútur.

Aðferð:

    IMG_0875

    Ég mæli hiklaust með að þið kíkið á vefverslun Confettisisters.is – æðislegar vörur sem hitta í mark.

    *Færslan er unnin í samstarfið við Confettisisters.is og Betty Crocker á Íslandi.

     

    Related Posts