Skoða

Sörur (hrært)

Uppskrift fyrir 48 stk.

3 stk eggjahvítur

3 1/2 dl Dan Sukker flórsykur (sigtaður)

200 gr möndluflögur (muldar)

Aðferð: stífþeytið eggjahvítur og blandið flórsykri varlega saman við og þeytið vel. Möndlumulningnum bætt varlega saman við.  Deigið er sett á plötuna með matskeið eða smákökuskeið. Bakið við 180 °C í 10 mínútur

Krem:

130 g Dan Sukker sykur

1 dl vatn

4 stk eggjarauður

2 msk kakómalt

250 g smjör

Aðferð:

Sykur og vatn er soðið saman þar til það þykknar (ekki mjög þykkt). Eggjarauður hrærðar vel saman í hrærivél. Sírópinu hellt í mjórri bunu saman við eggin og hrært í á meðan. Síðan er smjörlíkið og kakómaltið sett saman við. Hrært vel saman. Kremið sett á kaldar kökurnar. Kökurnar eru síðan frystar.

Súkkulaðibráð:

250 g brætt súkkulaði

Aðferð: Súkkulaðibráðin er sett á frosnar kökurnar. Gott að geyma þessar kökur í frysti.

2 comments
  1. ég hef prufað að gera svona kökur en kremið hefur mistekist hjá mér… hvað myndirðu segja að sýrópið egi að vera þykkt, svona eins og sýróp sem þú kaupir í dósum eða hlynsýróp í flöskum sem er þynnra ?

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts